Lykilmyndir (Kristjan Sigfusson)
Húnavatnsýsla með FKE 15., 16. og 17. ágúst 2014
August 15-17, 2014
Lykilmyndir (Kristjan Sigfusson) > Húnavatnsýsla með FKE 15., 16. og 17. ágúst 2014
image

1. Svæðið sem við fórum um í þriggjadagaferðinni.


image

2. Hvalfjörður. Vel sést Olíustöðin á Miðsandi og Þyrill, sveitarprýðin.


image

3. Verksmiðjusvæðið, Grundartangi, innan við Akrafjall.


image

4. Sjá hvernig þokan deifir ljósinu.


image

5.


image

6.


image

7. Séð niður í Hrútafjörð, í fjarska stingur Vatnsnesið sér fram.


image

8.


image

9.


image

10. Staðarkirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Var byggð 1884. Sigurður Sigurðsson, faðir Stefáns skálds frá Hvítadal, var yfirsmiður.


image

11. Borgarvirki er á milli Vesturhóps og Víðidals.


image

12. Borgarvirki er 177 mys. Hér sést inngangurinn.


image

13. Inni í virkinu er eins konar innra virki eða kró


image

14. sem sést vel á þessari mynd.


image

15. Konan mín benti mér á gæðapilt sem kenndi með okkur í Hlíðaskóla nokkur ár. Núverandi tónlistarmaður.


image

16. Já bitrtan og ljósmyndun hafa háð margt stríðið.


image

17. Leiðsögumaðurinn okkar er ekki hrifin/n af svona söfnum.


image

18. Þessi mynd er tekin á hlaðinu á Ósum (ft.) Hér sjást ósar Sigríðarstaðarvatns, nær, og Hópsins, fjær.


image

19. Í fyrsta sinn ég sá þig, Hvítserkur.


image

20. Hæð 15 mys. Skarfar hafa aðsetur í Hvítserk og gefa honum litinn með driti sínu. (Fornaldarskepna furðuleg)


image

21. Og ennþá er rok með regnslettum.


image

22. Tjörn á Vatnsnesi er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á vestanverðu Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.


image

23. Sigurður Norland var prestur í Tjarnarprestakalli en hann bjó ekki á prestsetrinu heldur í Hindisvík.


image

24. Á altaristöflunni er upprisa Krists eftir Þórarin B. Þorláksson en bróðir hans, séra Jón Stefán, var prestur á Tjörn í rúmlega 30 ár frá 1872.


image

25. Meðal verðmætra bóka kirkjunnar er Nýjatestamentið úr Þorláksbiblíu (1644), allheilt eintak.


image

26. Vegna veðurs fengum við að borða nestið okkar inni í kirkjunni. Fyrsti prestur á Tjörn var Ormur (Þorkelsson) fyrir 1360 (?).


image

27.


image

28. Katólskar kirkjur á Vatnsnesi voru helgaðar Maríu guðsmóður. Árið 1851 var Vesturhópssókn færð til Tjarnar en Tjarnarprestakall var lagt niður 1970 og sameinað Breiðabólsstað.


image

29. Kirkjan, sem stendur nú á Tjörn, steinsteypt með turni og forkirkju, tekur 70-80 manns í sæti. Hún var byggð á árunum 1930-1940.


image

30. Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta.


image

31. Hamarsrétt stendur á einstökum stað í fjörukambinum á vestanverðu Vatnsnesi.


image

32. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi


image

33. Hér hefst ævintýrið um selinn Snorra!


image

34. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu.


image

35. Selveiðibátur. Hann er auðvitað einnig nothæfur til annarra veiða eða flutninga.


image

36. Við selalátur.


image

37. Bestu selaskoðunarstaðir á Íslandi eru merktir inn á kortið.


image

38.


image

39. Hlaðan. Hér fæst ágæis kaffi og svo allt annað sem sést á myndinni.


image

40. Kátir félagar á kaffi Hlöðu.


image

41.


image

42. Verslunarminjasafnið er í 200 ára gömlu pakkhúsi í nágrenni hafnarinnar.


image

43. Krambúð Sigurðar Davíðssonar. Þannig var hún um 1970 er henni var lokað. (Nokkrar myndir)


image

44. Hvað er þetta?


image

45. Tóbak í nefið og lungun.


image

46. Flott 6x9 myndavél af gerðinni BROWNIE SENIOR frá Kodak.


image

47. Þarna á sennilega að sjást skreið, eða hvað? Og hjallur.


image

48. Hús kaupmannsins?


image

49. Gamla kirkjan á Hvammstanga


image

50. Vatnsdalshólar. Talið er að þeir hafi myndast við hrun úr Vatnsdalsfjalli löngu fyrir byggð Íslands.


image

51. Þeir eru víst óteljandi


image

52. Séð heim að Þingeyrakirkju í góðviðrinu.


image

53. Þingeyrar eru eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi. Það var Jón , biskup (1106-1121) helgi, Ögmundarson á Hólum, sem upphaflega markaði fyrir grunni fyrstu kirkjunnar á Þingeyrum.


image

54. Ásgeir Einarsson (1809-1885), alþingismaður. Hann lét reisa kirkjuna á árunum 1864-1877. Kirkjubyggingin kostaði 16 þús. kr og af þeirri upphæð greiddi Ásgeir 10 þús. úr eigin vasa.


image

55. Eins og sést er kirkjan hlaðin úr grjóti og steinarnir límdir saman með kalki í hleðslunni.


image

56. Það var Sverrir Runólfsson steinhöggvari sem sá um vegghleðsluna.


image

57. Allt grjótið var sótt vestur í Nesbjörg handan Hópsins og dregið á sleðum yfir ísinn á vetrum. Uxar dróu sleðana.


image

58. Áletrun yfir dyrum kirkjunnar. (LÁTUM OSS GANGA Í HUS DROTTINS. 122 SALMUR).


image

59. Í anddyri kirkjunnar er uppi á vegg grafsteinn. HER UNDER HUILLER SALIG HOES GUD HERR LAURID CHRISTENSEN GOTTRUP ...........


image

60. Predikunarstóll, hollenskur, frá 1696, gjöf frá Lauritz Gottrup. Sexstrendur með myndum af Kristi og guðspjallamönnunum fjórum (Barrokk).


image

61. Líkneski af kristi og postulunum á bitanum milli kórs og framkirkju. Frummyndir eru á þjóðminjasafninu, en Sveinn Ólafsson, myndskeri gerði þessar nýju. Upp settar 1983.


image

62. Altarisbríkin (altaristaflan) er frá tímun Þingeyraklausturs, 15. aldar vinna frá Nottingham, af sumun talin nokkuð eldri.


image

63. Séð yfir kirkjuna frá kórlofti. Myndin yfir altarisbríkinni tréskurður af himnaför Krists er eftir Guðmund "bíld" Pálsson. Á myndinni sést í bak frelsarans.


image

64. Munkaklaustur var stofnað á þingeyrum 1133 og varð það eitt af mestu menntasetrum landsins næstu aldir þar á eftir (Fyrsta klaustur á Íslandi, Fyrsti ábóti þar var Vilmundur Þórólfsson frá Möðrufelli í Eyjafirði.


image

65. Í loftinu eru 1000 stjörnur, jafnmargar rúðunum í gluggunum. Koparstjakana tvo á predikunarstólnum útvegaði L. Gottrup 1696.


image

66. Skírnarsár, gjöf frá Lauritz Gottrup 1697. Áttstrendur með myndum af atburðum úr Biblíunni. Himinn yfir með dúfumynd. Taktu eftir ljóshjálminum á veggnum.


image

67. Altarisklæðið framan á altarinu var gjöf frá yfirvaldinu Bjarna Halldórssyni. (Bjarni Halldórsson ... var audugr ok ríkilátr, ok stórtækr í athöfnum, vel að sér í lagaviti, ok héradsríkr mjök, umsýslumadr mikill, drjúglyndr, hár medalmadr á vöxt, stinnvaxinn, en er hann fitnadi vard hann ákafliga digr; smáeygr var hann, snar ok fagreygr, nefit stórt ok lidr á, bjúgt ok mjótt framan, dökkr á hár ok heldr svipmikill, lágrómadr nokkut ok digrrómadr, hófsmadr vid drykk, en kræsinn mjök í matnadi, ok kalladr nokkut fégjarn.)


image

68. Séra Sveinbjörn R. Einarsson sagði okkur skilmerkilega sögu Þingeyrakirkju og klausturins. (Þingeyraklausturskirkju)


image

69. Refill (?)


image

70. Og steinninn sprakk.


image

71. Hvað heitir þessi bær?


image

72.


image

73. Auðkúlukirkja er timburhús, ílangur áttstrendingur að grunnfleti, langhliðar hvorum megin eru 3,8 m að lengd en hinar hliðarnar sex eru 2,25 m að lengd.


image

74. Auðkúlukirkja. Fyrsti prestur þar var Þorsteinn Gunnarsson, fyrir 1377. Svínavatnshreppur, A-Húnavatnssýslu Byggingarár: 1894. Hönnuður: Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Auðkúlukirkja Svínavatnshreppur, A-Húnavatnssýslu Byggingarár: 1894. Hönnuður: Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Auðkúlukirkja Svínavatnshreppur, A-Húnavatnssýslu Byggingarár: 1894. Hönnuður: Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Auðkúlukirkja Svínavatnshreppur, A-Húnavatnssýslu Byggingarár: 1894. Hönnuður: Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Byggingarár 1894. Hönnuður Þorsteinn Sigurðsson, forsmiður. Kirkjan var flutt um set frá vegi á núverandi stað 1971.


image

75. Árið 1994 voru þök klædd eir. Hönnuður: Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Friðuð í A-flokki af menntamálaráðherra 20. desember 1982.


image

76. Gömul altarisafla, íslenzk og máluð á tréspjöld í fyrra sið, er á þilvegg, dýrmætur forngripur. (INKG)-> Jesú frá Nasaret konungur Gyðinga.


image

77. Á Auðkúlu fæddust bræðurnir séra Jón Magnússon skáld í Laufási og séra Jón Magnússon "þumlungur" á Eyri í Skutulsfirði.


image

78. Auðkúla var stórbýli og mikið höfðingjasetur á 13. og 14. öld. Þar á meðal bjuggu þar Kolbeinn Auðkýlingur Bjarnason sem hlaut jarlstign (um 1300) og síðar Einar Þorlefisson hirðstjóri.


image

79. Guðrún Lára var óþreytandi við að fræða okkur, um allt sem kom við svæði, húsum, kirkjum, mannlífi og þjóðlegum fróðleik.


image

80. Þeim, sem skoða vilja kirkjuna, skal bent á, að í þeim heimabænum, sem fjær er kirkjunni, er geymdur lykill, en sóknarpresturinn situr á Blönduósi. Þeim, sem skoða vilja kirkjuna, skal bent á, að í þeim heimabænum, sem fjær er kirkjunni, er geymdur lykill, en sóknarpresturinn situr á Blönduósi. Þeim, sem skoða vilja kirkjuna, skal bent á, að í þeim heimabænum, sem fjær er kirkjunni, er geymdur lykill, en sóknarpresturinn situr á Blönduósi. Þeim, sem skoða vilja kirkjuna, skal bent á, að í þeim heimabænum, sem fjær er kirkjunni, er geymdur lykill, en sóknarpresturinn situr á Blönduósi.


image

81. Sést betur á næstu mynd. Endilega lesa ->


image

82.


image

83. Stefán M. Jónsson varð prestur við Auðkúlukirkju 30.09 1885 og sat staðinn til 30.12 1920. n M . Jónsso n á Auðkúl u (vigöu r 1876) , Séra Stefán M. Jónsson var vígður 1876. Prestur á Auðkúlu frá 30.09 1885 - 30.12 1920. Hann tók við af séra Jóni Þórðarsyni. Jón starfaði sem prestur í 44 ár.


image

84. Málverk eftir Andreas Tåstrup, 1875, myndefnið: Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.


image

85. Sennilega Auðkúlukýrnar?


image

86. Íslenskt sveitalandslag 2014.


image

87. Húnavallaskóli stendur við Reykjabraut í Austur-Húnavatnssýslu.


image

88. Myndir á veggjum skólans eru eftir Baltasar Samper, katalónskan málara, grafiklistamann, myndhöggvara og freskumálara.


image

89. Nóg er af heitu vatni.


image

90.


image

91. Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanv. Vatnsdal. Núverandi kirkja var steypt 1915, sérkennileg vegna turnsins sem er í nyrðra framhorni hennar. Þar er altaristafla eftir Ásgrín Jónsson, íslenskur silfurkaleikur frá 1812 og skírnarsár eftir Ríkarð Jónsson. Á árunum 1879-1883 var þarna starfandi kvennaskóli.


image

92.


image

93.


image

94.


image

95.


image

96. Kolugljúfur er nokkuð fyrir innan Víðidalstungu og eru um einn km að lengd, 40 - 50 m djúp.


image

97. Klettatnir eru svo þverhníptir að óvíða er gengt niður í þau. Þarna stöðvast laxinn. Gljúfrið er kennt vð Kolu tröllskessu sem hafðist þarna við.


image

98. Skammt innan við Kolugljúfur eru Bakkabrúnir merkur fundarstaður plöntusteingerfinga frá hlýskeiði snemma á ísöld.


image

99.


image

100. Bjarg, bær í Miðfirði. Bjarg stendur í sjálfri hálsbrúninni og ber hátt.


image

101. Nafnið, Bjarg, er dregið af jökulsorfnum klapparkolli norðan við túnið.


image

102. Ein mesta hetja sögualdar fæddist á Bjargi sjálfur Grettir Ásmundarson. Steinahringurinn bendir á nokkur þekkt kennileiti í sveitinni.


image

103. Minnisvarði um Ásdísi Bárðardóttur móður Grettis.


image

104. Þorbjörn öxnamegin vegur Atla bónda í bæjardyrunum á Bjargi. Alls eru fjórar lágmyndir á steininum.


image

105. Séð af klapparholtinu yfir sveitina.


image

106. Laugabakki á austurbakka Miðfjarðarár. Heitt vatn, frá landi Reykja (þar bjó Miðfjarðar-Skeggi Skinna-Bjarnarson), hitar upp húsin þarna og á Hvammstanga.


image

107. Laugabakkaskóli. Hann er einn af best búnum grunnskólum í dreifbýli. Undirfarið hefur mátt sjá auglýsingar þess efnis að Laugarbakkaskóli í Miðfirði sé til sölu ef viðunandi tilboð fæst í allar fasteignir skólans.


image

108. Kvöldvaka. Guðfinna Inga flutti erindi um langalangömmu sína: Vatnsenda-Rósu. (Skáld-Rósu).


image

109.


image

110.


image

111.


image

112.


image

113.


image

114. Ýmsir voru með gmansögur á takteinum.


image

115. Eða sungu af gleði um vatn og vín eða vín og vatn.


image

116.


image

117. Kjörseyri


image

118. Fornir framhlaðningar ásamt púðurhornum og hlauphreinsitækjum.


image

119. Verkfæri draujarans. Rennibekkur, sem í upphafi hefur verið fótstiginn.


image

120. Þetta skrín gerði Bólu-Hjálmar. Það er draugur í myndinni.


image

121. Hákarlaskipið Ófeig lét Guðmundur Pétursson (1853 - 1934) bóndi og formaður í Ófeigsfirði smíða fyrir sig veturinn 1875. Þá var hann aðeins 22 ára.


image

122. Var Ófeigi ætlað að standast erfiða sjósókn á opnu hafi í hákarlalegum á útmánuðum vetrar. Kompás var í skipinu og eldunaráhöld.


image

123. Ófeigur er allur smíðaður úr rekaviði. Fyrstu seglin á skipið voru unnin heima í Ófeigsfirði úr íslenskri ull, fóru í þau 100 álnir vaðmáls.


image

124. Ófeigi var haldið alls 38 hákarlavertíðir, þá síðustu árið 1915, en fram til um 1935 var hann hafður til viðarflutninga.


image

125. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði og systkin hans gáfu Þjóðminjasafni Íslands Ófeig 1939. (Myndin er ekki af bænum í Ófeigsfirði)


image

126.


image

127.


image

128.


image

129. Þær eru allar prestsmæður.


image

130. Um gamla tíma er gott að láta sig dreyma.


image

131. Í eyjunum fundu þeir tvo hrúta og gáfu því firðinum nafnið Hrútafjörður.


image

132. Hópurinn góði!


image

133. Stýran á Reykjum.


image

134. Þeir komu á eyri eina, fundu þeir þar borð stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri“


image

135. Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður með konungsbréfi frá 23. des. 1846.


image

136.


image

137.


image

138.


image

139.


image

140.


image

141.


image

142. Trölladingja eða er þetta Tröllakirkja?


image

143. Raforkulandslag.


image

144.


image

145. Þarna sjást leifar af gamla veginum yfir Holtavörðuheiði.


image

146. Við áðum við söluskálann Baulu, sem er rétt neðan við Borgir og nálægt Brúarhyl, þar sem við fórum yfir Norðurá.


image

147.


image

148.


image

149. Þarna hitti gangnastúlkan vinkonu sína.


image

150.


image

151.


image

152. Himinn undir og ofan. Norðurá.


image

153. Þarna er vatnsmesti hver á Íslandi. Deildartunga, stórbýli í neðanverðum Reykholtsdal.


image

154. Þarna sést til Snæfellsnessjökuls.


image

155. Steðji er staðsettur í mynni Flókadals í Borgarfirði.


image

156. Flókadalsá rennur um Flókadalinn og vatnið okkar er tekið undan Varmalækjarmúla.


image

157. Við erum mjög nálægt Kleppjárns-reykjum og Deildartunguhver. Reykholt er hér rétt innar í Reykholtsdal og svo liggur bein leið að Barnafossum og Húsafelli.


image

158. Steðji er ma. ljós lagerbjór, bruggaður eftir þýskum hefðum, með íslenzku hjarta.


image

159. Steðji er án viðbætts sykurs og án rotvarnarefna.


image

160. síðu: http://stedji.bjorspjall.is/ Athugaðu líka þessa síðu: http://stedji.bjorspjall.is/ Athugaðu líka þessa síðu: http://stedji.bjorspjall.is/ Við tökum á móti hópum til kynningar á starfsemi okkar. Tekið er hóflegt gjald fyrir skoðun, kynningu og smökkun á afurðinni.


image

161.


image

162. Fossatún er við veg nr. 50. Á leið frá Reykjavik: Vegur nr. 1 að Borgarnesi (74 km.) Beygja til hægri á veg 50 áður en farið er yfir brúna.


image

163. Tröllagarðurinn við Fossatún. Þar er skemmtileg gönguleið vörðuð ýmis konar upplýsingum um tröll.


image

164. Mikið var af krækiberjum í brekkunni umhverfis tröllin.


image

165.


image

166. Þessi ófrínilegi tröllkarl vildi helst .....................


image

167.


image

168.


image

169. Af svölum hótelsins Fossatún.


image

170. Y og sverð. Eða er þetta etv. J.


image

171. Þarna sést kirkjan hans Hallgríms að Saurbæ og Grundartangi, eitt mesta iðnaðarsvæði á Íslandi.


image

172. Í Hvítanesi var hafskipabryggja úr stáli og önnur smærri steinbryggja og heilt þorp íbúðarbragga og vöruskemma auk nokkurra hlaðinna steinhúsa. Þar var að finna vatnsveitu, rafstöð og kyndistöð og gatnakerfi með lýsingu.


image

173. Þórufoss er 18 metra hár foss ofarlega í Laxá í Kjós.


image

174. Hún var vígð 4. apríl 1965. Mosfellskirkja var gjöf Stefáns Þorlákssonar og er sjálfseignarstofnun. Hún hefur tekjur af sölu heits vatns sem Stefán lét henni eftir í erfðaskrá.


image

175. Jón bílstjórinn okkar kom okkur aldeilis á óvart á síðustu metrunum.