Lykilmyndir (Kristjan Sigfusson) > Vesturland, Strandir í ágúst 2013.
Að þessu sinni bera margar myndanna þess merki að vera teknar út um glugga rútunnar á ferð. Á 70 km hraða færist rútan um 19 m á sek. svo það sem er næst rúðunni getur verið óskírt þó það sem fjær er sé í lagi. Svo má nefna að skyggnið var ekki alltaf upp á það besta. Mér þætti vænt um að þeir sem vilja leiðrétta eitthvað af því sem ég hef skrifað við myndirnar. hafi samband við mig gegn um netfangið >ksigfusson@yahoo.com<.
Við hjónin sendum ykkur kærar þakkir fyrir samveruna.
image

1.


image

2. Við erum lögð af stað. Hér gægist Baula (934 m.y.s.) fram vestan Norðurárdals við sýslumörk Dala- og Mýrasýslu.


image

3. Hvammur í Norðurárdal segir mér Guðmundur Guðbrandsson, þökk sé honum. Fékk bréf frá Rán Einarsdóttur sem segir mér að þessi staður heiti Glitstaðir í Norðurárdal. Nú verður hver fyrir sig að finna út hvort er rétt!!


image

4.


image

5. Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal. Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi. Hann var faðir Leifs heppna, sem fann Vínland. Þá mun Leifur hafa verið u.þ.b. fimm eða sex ára. Rústir bæjarins eru friðlýstar og árið 1998 Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal. Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi. Hann var faðir Leifs heppna, sem fann Vínland. Þá mun Leifur hafa verið u.þ.b. fimm eða sex ára.


image

6.


image

7. Eiríksstaðir


image

8. Spurt eftir Eiríki


image

9. Horft niður (í vestur) Haukadal og sést aðeins í Haukadalsvatn.


image

10. Horft austur Haukadal í átt að Leikskálum og Núpi.


image

11.Á sumrin eru Eiríksstaðir opnir gestum og gangandi en á veturna þarf að hafa samband við ferðamálafulltrúa Dalasýslu


image

12. Hægt er að fá móttöku með hákarli og brennivíni.


image

13. Saurstaðir og litið í átt að Jörfahnúk.


image

14. Falleg grjóthleðsla við hlið þessara gæða pilta.


image

15. Stóra-Vatnshorn. Stórbýli og kirkjustaður frá fornu fari. Þar bjó Þorbjörn Skjalda-Bjarnarson á 10. öld. Nýja kirkjan var vígð 1971. Sama ætt hefur búið þarna nánast samfleitt í 3 aldir.


image

16. Er ég kem heim í Búðardal (eins og Þorsteinn Eggertsson segir í velþekktu kvæði). Gula húsið er sennilega Sunnuhvoll.


image

17. Búðardalur stendur við innanverðan Hvammsfjörð. Það var Höskuldur Dala-Kollsson sem lét setja upp skip sitt fyrir innan Laxá og setja þar upp búðir og þar af nafnið Búðardalur.


image

18. Stytta eftir Ásmund Sveinsson sem heitir Móðurást eða Fýkur yfir hæður, það fer eftir því hver segir frá. Takið eftir fallega reisulega gula húsinu. Það skildi þó ekki eiga nafn?


image

19. Hér var sláturhús áður, nú er það í Borgarnesi. Ekki lengur þar er mér sagt. Og fé flutt um landið þvert og endilangt til slátrunar.


image

20. Nú ökum við yfir Laxá og fram hjá Ljárskógum, yfir Glerá og


image

21. fram með Ásgarðsfjalli og Miðfjalli niður í


image

22. Svínadal, sem er skarð oðið í báða enda. Úr skarðinu að norðanverði er komið í Hvolsdalinn, þar er Bessatunga, Brekkubæirnir og Hvítidalur til vinstri.


image

23. Þegar komið er yfir Gilsfjarðarbrú og upp á Króksfjarðarnes, blasa við einkennisfjöll Austur-Barðastrandasýslu, Vaðalfjöllin. Og til hægri Sandfell að ég hygg, gæti svo sem heitið Búrfell eftir löguninni.


image

24. Miðhús í Reykhólasveit. Þar fæddist Gestur Pálsson. Gestur var einlægur fylgjandi raunsæisstefnunnar og skrifaði sögur í anda hennar. Hann er þekktastur fyrir smásögur sínar en ýmsar blaðagreinar hans þykja þó með því besta sem eftir hann liggur. Þær voru beittar og lýstu eindregnum skoðunum höfundar síns


image

25.


image

26.


image

27. Séð frá Reykjanesi yfir á Skarðsströnd inn í Fagradal.


image

28. Frá höfninni á Reykjanesi.


image

29. Reykhólar, Reykajnes. Þar sátu höfðingjar hver fram af öðrum. Þorgils Arason á 10 og 11 öld, Guðmundur Arason á 15. öld, Þorleifur Björnsson (á Skarði) á 15. öld, Staðarhóls Páll dó þar 1598l, þarna var Tumi Sighvatsson veginn 1244, o.s.frv.


image

30. Bryggjan fyrir framan saltsverkshúsið.


image

31. Þarna eru ungir og framsýnir menn að fara að framleiða alvöru gæðasalt.


image

32. Það er margt að íhuga aftan við saltverkshúsið og í baksýn eru mjölturnarnir frá þangmjölsverksmiðjunni.


image

33.


image

34. Þarna inni eru margir munir og uppsetningar sem vert er að skoða.


image

35. Höllustaðir


image

36.


image

37. Staður á Reykjanesi. Sóknarkirkjan var lögð niður 1957. Kirkjan er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Síðasti rektor Hólaskóla, séra Páll Hjálmarsson, var prestur á stað frá 1813-1830. Sr. Jón Árni Sigurðsson var síðasti prrestur á Stað, hann varð svo prestur í Grindavík.


image

38. Altaristaflan í kirkjunni á Stað. Séra Jón Árni var móðurbróðir Valborgar Baldvinsdóttur kennara sem var með okkur í ferðinni.


image

39. Staður er mikil hlunnindajörð. Þar er dúntekja meiri en á nokkurri annarri jörð við Breiðafjörð og eggver mikil.


image

40. Mágur Jóns Sigurðssonar og tengdafaðir Matthíasar Jochumssonar, Ólafur E. Johnson var prestur á Stað og einnig prófastur Barðstrendinga.


image

41. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað. Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda (1809-77)


image

42. Þetta er ein af fyrstu timburkirkjunum sem upphaflega var máluð, en ekki tjörguð, en tilheyrir þó eldri gerð kirkna með þakturni.


image

43. Þessi mynd var tekin fyrir hana Valborgu og náðist með harmkvælum að gera hana nokkurn vegin læsilega.


image

44. Spjallað og spáð í letur á gömlum grafarsteini.


image

45. Gæti verið gamli bærinn á Stað en er núna, nær reykhús, fjær fjárhús. Myllusteinn við hleðsluna og hverfissteinn, þar sem ljáir og önnur eggverkfæri voru hvött. (að leggja á) Hefði verið gott að fjarlægja álstigann.


image

46.Staðar bærinn.


image

47. Klömbruhleðsla. Klambra var langur hnaus, með talsverðum fláa og miklu þykkri í annan enda, vissi sá alltaf að útbrún veggs.


image

48. Sagt er að stapinn, Bjartmarssteinn, þarna hægramegin á myndinni sé kaupstaður álfa.


image

49. Hvað er eiginlega skrifað á minnisvarða Matthíasar Jochumsonar?


image

50. Eitthvað um Kollabúðarfundir/þing við Músará.


image

51. Þetta hefur verið örreitiskot hjá foreldrum Matthíasar. Það er rétt mest hefur verið stólað á góðan afla úr firðinum, sem þó er furðu grunnur.


image

52. Gott myndefni


image

53.


image

54. Svona lítur minnismerkið út.


image

55. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit stendur í fögru og stórbrotnu umhverfi við þjóðveginn milli Berufjarðar og Þorskafjarðar, sumir segja þó að Bjarkarlundur sé um 5 km. innan botns Berufjarðar. Það var byggt árið 1945-1947


image

56. Á Bjarkarlundi beið okkar dýrindis fiskimáltíð (úr Alifiskalæk sem rennur í Berufjarðarvatn).


image

57. Býlið á tanganum, handan Króksfjarðar, heitir Borg, sennilega eftir klettabeltinu fyrir ofan bæinn.


image

58. Má skrifa Þröskuldar? Vegurinn liggur um Gautsdal og Arnkötludal. Einhvers staðar milli dalanna eru þessir Þröskuldar.


image

59. Ingunnarstaðir í mynni Gautsdals. Daníel bóndi hefur staðið í ýmsu undanfarna mánuði. Ekki meira um það.


image

60. Séð til Hólmavíkur yfir Skeljavík. Hólmavík byggðist úr landi Kálfaness undir lágu felli sem heitir Kálfanesborgir.


image

61. Kirkjan í Hólmavík á Brennuhóli en þar var áramótabrennan hvert ár þar áður.


image

62. Kirkjan stendur á Brennuhóli, reist 1968. Hún var teiknuð af Gunnari Ólafssyni skipulagsstjóra Reyekjavíkur en byggingarmeistari var Valdimar Guðmundsson á Hólmavík


image

63. Kaupfélagið og er vínbúðin falin þar inni og aðeins opin seint seinnihluta dags.


image

64. Góð makrílveiði í Steingrímsfirði. Tæp 90 tonn veiddust í gær. Starfmenn Hólmavíkurhafnar hafa varla undan að þjónusta alla þá báta sem vilja landa á Hólmavík.


image

65. Faðir Stefáns frá Hvítadal, Sigurður Sigurðsson, var einn af fyrstu íbúum Hólmavíkur og fæddist Stefán þar.


image

66. Innri hluti Hólmavíkurkirkju. Sveinn Kjarval teiknaði innréttingar og nær allan innri búnað kirkjunnar, nema altari og prédikunarstól.


image

67. Staðarkirkja stendur í Staðardal fyrir botni Steingrímsfjarðar á Ströndum. Talið er að þar hafi verið prestsetur frá frumdögum kristni á Íslandi. Staður var lengi meðal eftirsóttustu brauða landsins.


image

68. Kaupstaðurinn út um kirkjuglugga.


image

69. Rétt utan við Hólmavík er Húsadalsá og niðri við sjóinn er Húsavík. Þaðan er Matthías, leiðsögumaðurinn okkar norður um strandir í Norðurfjörð. Sögufróður gæða-leiðsögumaður. Við hlið hans er annar heimsfrægur leiðsögumaður.


image

70. Á predikunarstól og altari eru eirskildir til skrauts og yfir altari krosstákn en eigi tafla. Altarisdúkar eru 2, allt minningagjafir, sem hinir mörgu og góðu gripir kirkjunnar, en hún er áheita- og gjafasæl í mestan máta.


image

71. Biblían við altari Hólmavíkurkirkju.


image

72. Myndin er tekin frá kirkjunni. Græna húsið með kvistinn er húsið sem Richard Peter Riis kaupmaður bjó í.Hann keypti verslunina í Hólmavík 1896 um áramótin. Þar er nú úrvals veitingastaður.


image

73.


image

74. Hlaðinn bátur kemur inn með makríl.


image

75. Um allan Steingrímsfjörð voru sjómenn


image

76. að hlaða báta af makríl. Enda hægt að fá 80.000 kr fyrir tonnið.


image

77. Fuglinn nýtti sér einnig gósentíðina. Við ökum fyrir botn Steingrímsfjarðar, yfir Seljá, framhjá Bassastöðum á Selströnd og áfram í átt að Drangsnesi.


image

78. Við Spönskuvík eða Hveravík hafa fundist eldgömul kuml (leiði) sem búið var að ræna öllum munum hafi þeir verið einhverjir.


image

79. Hveravík.


image

80. Höfn þeirra sem búa á Drangsnesi. Sagt var að víkin héti Kokkálsvík og sjálfssagt muna einhverjir söguna sem fylgdi nafninu.


image

81. Drangsnes er þorp yst við norðanverðan Steingrímsfjörð. Ekki ver stoppað þar. Þar er +utgerð, fiskverkunarhús og hraðfrystihús, barnaskóli og kapella reist 1944.


image

82. Drangurinn sem sagður er vera fyrrverandi tröllkona. Þarna er útibú frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, landsímastöð og póstafgreiðsla frá 1949. Bréfhirðing hófst þar 1937.


image

83. Nóg heitt vatn fannst við Drangsnes. Þar nota menn ódýrasta heita vatn landsins. Heimamenn eiga það sjálfir.


image

84. Ekki var farið fyrir Bjarnarnesið heldur snúið við og farinn Bjarnafjrðarháls en Bassastaðaháls er aðeins vestar. Þar uppi er þessi Selkollusteinn, minning ömurlegs atburðar.


image

85. Heiðin er að mestu úr jökulslípuðu grjóti með gróðri á milli.


image

86. Í þokunni leynist margt og náttúran tekur á sig leyndarblæ. Kjörið veður fyrir kuklara.


image

87. Þarna er Kotbýli kuklarans hjá Klúku. Talaðu við kuklarann undir fjögur augu, hann mun hjálpa þér fyrir sanngjarna borgun. Viltu fá stúlku?


image

88. Farðu þá að ráðum kuklarans!!


image

89. Kofinn er útbúinn sem mannabústaður, geymsla og fjárhús. Opið er á milli mannheima og dýrheima svo hlýjan frá kindunum eigi greiðan aðgang inn í íverusvæðið.


image

90. Já, menn gengu í fögnuð inni í helg fjöll við burtför frá jarðheimum.


image

91. Margið vildu heimsækja kuklarann, en hann var ekki heima.


image

92. Eru þetta vinnumunir heimamanns eða leikföng barna?


image

93. Tálgaðir voru tindar í hrífur, en ekki skal skilja svona við hana nema beðið sé um rigningu.


image

94. Kuklarans heima-veröld.


image

95. Sagt er að Guðmundur góði hafi vígt laug sem baðlaug


image

96.


image

97.


image

98. Á Klúku er fullkomin útisundlaug og ber hún hið forna nafn Gvendarlaug. Þar er heimavistarskóli og félagsheimilið Laugarhóll. Klúka er í Kaldrananeshreppi.


image

99. Síberíuviður skreytir nánast allar fjörur


image

100. Út með Asparvík, meðfram Balafjöllum, héldum við áfram ferð


image

101.


image

102.


image

103.


image

104.


image

105.


image

106. Fjallið Kambur. Yst eru Snasir og Sandoddi. Ströndin heitir Trogaströnd. Fjörðurinn er Veiðileysa (Veiðileysifjörður) Næst okkur eru Selvíkur.


image

107. Fjörumyndir með rekaviði


image

108. sem notaður er í girðingastaura, listaverk, upphitun


image

109. eða byggingar.


image

109. Hvar er þetta? Sennilega í botni Veiðileysufjarðar.


image

110. Veiðileysu(i)fjörður, í botni fjarðarins er bærinn Veiðileysa. Hann er á milli Reykjafjarðarkambs og Byrgisvíkurfjalls. Vegurinn liggur úr Veiðileysufirði norður í Reykjarfjörð um stuttan en allháan háls niður í Kúvíkurdal.


image

110. Í botni fjarðarins er eyibýlið Veiðileysa. Ekkja ein missti syni sína í fjörðinn, mælti hún í harmi sínum í bræði að, úr firðinum skyldi aldrei veiðast bein úr þeim sjó.


image

111. Reykjarfjörður. Lengst til hægri handan fjarðar er Rifsker en innar er Gjögur og svo Kjörvogur. Fjallið heitir Örkin og hlíðin Kjörvogshlíð


image

112. Reykjarfjörður. Bærinn handan fjarðarins heitir Naustvík, en hérna sunnan fjarðar eru Kúvíkur


image

113. Bærinn Reykjarfjörður og upp af honum Reykjarfjarðardalur


image

114. Veiðileysifjörður, Reykjarfjörður, Trékyllisvík, Norðurfjörður, Ingólfsfjörður og ýmis lönd norðar eru í Árneshreppi. Mörkin eru, að sunnan við Spena, austur af Kaldbak, að sýslumörkum um Geirólfsgnúp að norðan.


image

115. Kauptúnið Djúpavík. Byggt úr landi Kjósar. Síldarverksmiðjan var reist 1934-35, vinna þar gekk vel til 1944. Starfræsklu hætt 1954. Þarna er ágætis hótel sem opið er allt árið. Marks konar afþreying í boði.


image

116. Meðan á byggingu verksmiðjunnar stóð, bjó hluti (30) verkamannanna um borð í M/S Suðurlandi, gömlu strandferðaskipi sem siglt var á land í Djúpavík.


image

117.


image

118. Guðmundur Guðjónsson Teiknaði verksmiðjuna og var verkstjóri og tók við sem framkvæmdastjóri 1936. Kona hans hét Ragnheiður.


image

119. Kjördóttir þeirra María varð síðar fegurðardrottning Íslands og heimsfræg fyrirsæta.


image

Handan fjarðar Göngumannaskörð og til hægri Reiðarfell. Slitur af gamalli bryggju yst til hægri.


image

Setið og skrafað. Djúpavíkurhjalli hægrameginn.


image

Reykjafjarðarfjall.


image

Hótel Djúpavík er staðsett í fyrrverandi stúlknavist.


imageimage

Litið út Reykjarfjörð


image

Reykjarfjarðarkambur að norðanverðu. Reykjarfjörður einn mesti fjörður á norðanverðum Ströndum 13 km langur. Nánast eina undirlendið er í botni fjarðarins þar sem samnefndur bær stendur og umhverfis Gjögur


image

Naustvík við Reykjarfjörð.


imageimage

Við Reykjarfjörð. Frá vinstri: Birgisvíkurfjall, Skarfadalurog Burstarfell. Nær eru Snasir og Kambur. Okkar megin fjarðarins erum við nálægt Kjörvogi.


image

Gjögur er fornfræg veiðistöð í Árneshreppi á Ströndum á Vestfjörðum og þar var vísir að þorpi á 20. öld. Nú býr þar enginn lengur allt árið.


image

Þar var fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld og margir voru þar í verbúðum yfir veiðitímabilið. Gengu þá oft þaðan 15-18 opin skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7-11 menn á hverju skipi.


image

Krossnesmúli og Krossnes þarna handan sjávar. Okkar megin sjávar er Stóra-Ávík og etv. Dugguhola.


image

Afstöðumynd: Trékyllisvík <> Norðurfjörður.


image

Eina sjóorustan háð við Ísland. Foringjar voru Þórður kakali Sighvatsson og Kolbeinn ungi Arnórsson. Mönnum kemur ekki saman um hvort liðið vann, EN............


image

Erum nálægt Kistuvogi. Árnesey og norðar Árnesfjall


image

Kirkjan í Árnesi í Trékyllisvík. Prests- og læknasetur (áður). Kikjan var vígð 1850. 1654 voru þrír galdramenn brenndir í Trékyllisvík


image

vegna sjúkdóma sem lagðist á kvenfólk allrahelst í kirkjum um heilaga þjónustugerð (Fitjaannáll). Fengu þessa veiki helst þær kvenpersónur er óspilltar píkur voru (Ballarárannáll)


image

Gægst inn í Norðurfjörð, til vinstri Urðarnes en ofar Hlíðarhúsafjall. Hægramegin Krossanesmúli. Norðurfjörður gengur norðanvert inn frá Trékyllisvík.


image

Þorpið Norðurfjörður. Skriðurnar á leiðinni til Norðurfjarðar vígði Guðmundur biskup góði þannig að nú er vegfarendum yfir skriðurnar ekki lengur hætta búin á þessum víðsjála vegi.


image

Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin fyrir þessa byggð.


image

Hér eru einnig makrílbátar.


image

Ágætis kaffistaður. Þó geta hópar orðið allt að því of fjölmennir.


imageimageimage

Hverjum er eitthvað til lista lagt. Það er sálarlífgandi að bregða fyrir sig leikrænni tjáningu í góðum félagsskap.


image

Allt er hér úr Strandatimbri (frá Síberíu)


image

Kirkja og félagsheimili í Trékyllisvík.


imageimageimage

Minjasafn og handverksbúð. Gamlir og merkir munir og ljósmyndir úr Árneshreppi á minjasýningu og handverk til sölu, m.a. unnið úr rekaviði. Einnig er upplýsingaþjónusta á staðnum.


imageimage

Menn hófu myndatökur snemma í Árneshreppi. Tvær 6x6 myndavélar.


imageimage

Íbúðarhús og verslun Jakobs Thorarensen í Kúvíkum 1854. Þá ar einnig þoka á þessum slóðum.


imageimageimage

Bær er eina jörðin í Trékyllisvík sem ekki hefur land að sjó og hefur því engan rekarétt, en nýting reka eru mikilvægustu hlunnindi í Trékyllisvík ásamt dúntekju.


image

Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík. Þeir eru kenndir við Finnboga ramma. Skólahald hófst á Finnbogastöðum árið 1929. Núverandi skólahús er frá árinu 1933 og þar er nú heimasvistarskóli.


image

Strandavegur.


imageimageimage

Kaldbakshorn. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Kaldbakshorn. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Í kaþólskum sið stóð bænhús á Kaldbak sökum þess hversu kirkjuvegur var langur, en það var lagt niður skömmu eftir siðbreytingu. Kaldbakshorn. Í kaþólskum sið stóð bænahús á Kaldbak sökum þess hve kirkjuvegur var langur. Jörðin fór í eyði 1967


image

en túnin hafa verið nytjuð af bændum í Bjarnarfirði.Enn stendur íbúðarhús úr timbri sem var endurbyggt á fimmta áratugnum. Áður var það síðasta kaupmannshúsið á Kúvíkum við Reykjarfjörð.


image

Urð og grjót upp í mót. Greinilega hefur ísaldarjökullinn ekki farið hér yfir, þó er þetta sennilega myndað af frostþenslu.


imageimage

Leiðarvísir eldri tíma. Vörður hjálpuðu fólki að rata í þoku og byljum.


image

Bærinn Tindar í Geiradal. Þessa jörð átti Guðmundur ríki Arason, en koungur eignaðist hana 1446 er guðmundur var dæmdur útlægur. Einar Jochumsson bjó þarna síðustu búskaparár sín.


image

Topp laxar í matsal Bjarkalundar. Málverk af Bjarkarlundi undir Vaðalfjöllum


image

Slakað á eftir góðan kvöldverð.


imageimage

Þessi myndarlegu hjón gáfu Breiðfirðingafélaginu landið undir og í kring um Hótel Bjarkalund 1945.


image

Núverandi hótelstjóri.


image

Þrælgóð gistiskýli hægramegin og afturhluti hótelsins. Hjallaháls handan Þorskafjarðar.


imageimageimage

Hver er þarna í feluleik?


image

Eða hérna?


image

Eyjarnar eru á Króksfirði og bærinn handan hans er Borg. Árni Magnússon og Páll Vídalín 1710: Engjar eru litlar og spillast þar með grjóti og smáskriðum úr brattlendi.


image

Út yfir breiðan Breiðafjörð. Ytri eyjarnar eru Helgeyjarlönd en næst er Hrísey. Króksfjörður nær en Berufjörður fjær


imageimageimage

Staðarhólskirkja er í Hvammsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Kirkjan er bændakirkja. Kirkja þar frá því um 1200 aldamótin 1200.


image

Staðarhóls-Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslumaður, náði Staðarhóli undan Skálholtsbiskupi, staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Núverandi kirkja var reist árið 1899.


imageimageimageimage

Mikið er um gæsir á Skarðaströnd eins og næstu myndir bera með sér


imageimageimage

Klifmýri


image

Í fjarska Kross á Skarðsströnd.


imageimage

Niður við sjóinn er Skarðsstöð. Þar er hafnaraðstaða góð frá náttúrunnar hendi. Á árunum milli 1960 og 1970 var algengt að á annað þúsund tonna flutningaskip lægju þar við bryggju. Þarna var mikil verslun.


image

Skarð á Skarðsströnd. Skarð var talin besta jörð við Breiðafjörð og raunar eitt helsta höfuðból landsins, mikil hlunnindajörð og henni fylgir fjöldi eyja og hólma. Bændur á Skarði voru jafnan ríkir og áttu mikið undir sér.


image

Jörðin er í landnámi Geirmundar heljarskinns. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá landnámsöld. Sá fyrsti af ætt Skarðverja, sem staðfest er að hafi búið á jörðinni er Húnbogi Þorgilsson, bróðir Ara fróða en í Sturlungu er hann sagður sonur Þorgils Oddasonar.


image

Skarð hefur líklega verið kirkjustaður síðan um árið 1200. Í katólskri tíð voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu Mey, Jóhannesi postula og Ólafi konungi helga. Skarðskirkja var löngum höfuðkirkja Skarðsþinga


image

Á leið til kirkju á Skarði.


image

Brauðið var lagt niður 1907 og varð hluti Staðarhólsþinga í Saurbæ. Samkvæmt lögum frá 1970 tilheyrir Skarðskirkja Hvammsprestakalli. Núverandi kirkja að Skarði var byggð 1914-1916 úr viðum eldri kirkju,


image

Hópurinn síkáti sem sem ferðaðist um Vesturland og Strandir. Lengst til hægri er hinn síungi leiðsögumaður Jón R. Hjálmasson sem sífellt kom á óvart með vandaðar og skemmtilegar upplýsingar um menn og málefni.


image

Jú, jú þetta er sami hópurinn. Hópurinn er fjölmennur, þess vegna tvær myndir.


image

Altarisbrík með alabastursmyndum frá 15. öld, sem Ólöf ríka er sögð hafa gefið kirkjunni. Hún var send á heimssýninguna í París 1910.


imageimageimageimage

Í kirkjunni er fallegur ljósahjálmur. Hann kemur frá Hólum. Loftur ríki á að hafa gefið dóttur sinni hann.


image

Prédikunarstóllinn er frá 17. öld, gjöf til minningar um Daða Bjarnason (1565-1633), bónda á Skarði, og konu hans, Arnfríði Benediktsdóttur (1569-1647).


image

Er myndin framan á predikunarstólnum er opnuð, koma aðrar myndir í ljós.


imageimageimage

Með voldugri lyklum sem ég hef séð.


image

Skarðskirkja er bændakirkja. Fyrrum var messað daglega í kirkjunni og tvisvar á föstudögum og miðvikudögum á lönguföstu og um jól, enda þjónuðu tveir prestar. Skarðskirkja er bændakirkja. Fyrrum var messað daglega í kirkjunni og tvisvar á föstudögum og miðvikudögum á lönguföstu og um jól, enda þjónuðu tveir prestar. Skarðskirkja er bændakirkja. Fyrrum var messað daglega í kirkjunni og tvisvar á föstudögum og miðvikudögum á lönguföstu og um jól, enda þjónuðu tveir presta.


image

Hellan fremst á myndinni var yfir gröf Björns ríka Þorleifssonar (um 1408–1467) sem var hirðstjóri, riddari og bóndi á Skarði á Skarðsströnd. Björn var drepinn af enskum á Rifi 1467 og sendur heim í bitum.


image

Steinólfur Lárusson f.v. bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Steinólfur er maður allra tíma. Hann er rödd hrópandans, algjör nauðsyn nú þegar fennir yfir flest og allir vilja ganga í sömu átt. (Einar rithöfundur Guðmundsson) Myndina tók Guðlaugur Rúnar Guðmundsson og er hún birt hér með leyfi höfundar.


image

Meðal dýrgripa í kirkjunni eru smíðisgripir Boga Magnúsens, forláta fiðla og orgel sem hann smíðaði er geymt á kirkjuloftinu.


image

Emil Hjartarson formaður okkar kennara á eftirlaunum. Hann heldur ávallt þétt utan um hópinn sinn.


imageimage

Hrappsey. Jarðgerð eyjarinnar þykir sérstök fyrir að vera að hluta af bergtegundinni anorþósít, sem er svipað að gerð og tunglið. Samkvæmt máldaga Skarðskirkju var bænhús í Hrappsey árið 1237.


image

Utar hægramegin eru að ég hygg Hafnareyjar


image

Arnarbæli. Sennilega skáley, Purkey og Stykkishólmur í fjarska. Við lítum þarna yfir mynni Hvamsfjarðar.


image

Vogur. Bjarni frá Vogi (13. október 1863 – 18. júlí 1926) var alþingismaður, háskólakennari, ritstjóri oog rithöfundur. Bjarni er meðal almennings einna þekktastur fyrir að hafa ljáð vindlum nafn sitt


image

og fyrir að hafa þýtt fyrri helminginn af Faust eftir Goethe á íslensku. Bjarni fæddist í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Hann var þingmaður Dalamanna á árunum 1908 þar til hann lést. Orðið knattspyrna er eftir Bjarna.


image

Hvað heita fjöllin þarna í fjarska? Og hólminn næst landi?


image

Auður djúpúðga Ketilsdóttir, landnámskona í Hvammi í Dölum, var kristin er hún settist að á Íslandi. Þessi (kletta)borg var hennar bænastaður. Hann heitir Krosshólaborg. Árið 1965 var reistur kross á borginni


image

Komin í Búðardal á heimleið


image

Þar var verið að laga umhverfið og snyrta.


image

Eina gangan í allri ferðinni.


image

Minnismerki um Jóhannes úr Kötlum. óhannes fæddist að Goddastöðum í Laxárdal í Dölum en ólst upp frá sex mánaða aldri í Ljárskógaseli í sömu sveit. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð og þar eru svonefndir Katlar,


image

þar sem Jóhannes lék sér mikið í bernsku. Þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína kenndi hann sig við þetta svæði og nefndi sig Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes tók kennarapróf árið 1921 og stundaði kennslu við ýmsa skóla í Dalasýslu.


image

Bílstjóri og langferðabifreiðin (rútan) stóðu sig vel í ferðinni. Þar til rútan sagði hingað og ekki lengra í Borgarnesi.


image

Kýrnar á Erpsstöðum sem mjólka hráefni í lúxus ísa og osta.


imageimageimageimageimageimageimage

Íslenskur hani snyrtir sig fyrir dömurnar sínar (Erpsstaðir)


imageimage

Ég held að þetta séu Neðri og Fremri Hundadalur.


image

Miðdalur


imageimageimage

Þarna lagði rútan sig eftir góða þjónustu.


image

N-1 eða Hyrnan í Borgarnesi


image