Lykilmyndir (Kristjan Sigfusson) > Ekkókórinn á ferð um Suðurland 3. maí 2011.
Þessar myndir eru teknar í ferð EKKÓ-kórsins um Suðurland. Ferðin var skemmtinefnd kórsins til sóma. Stoppað var í Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Forsæti (Art Gallery - tré-list), við Urriðafoss, í Skálholti, og á Laugarvatni. Í Þorlákshöfn var Þorlákskirkja skoðuð og heimamaður sagði okkur sögu hennar. Á Eyrarbakka sagði Lýður Pálsson okkur frá ýmsu er varðar kirkjuna þar og frá íbúum Hússins. Þaðan fórum við að veitingastaðnum Fjöruborðið og snæddum ljúffenga humarsúpu með heimabökuðu brauði. Í forsæti var skoðuð útskurðarsýning og gamlar spinn-vélar. Kaffi og með því fyrir þá sem það vildu beið eftir okkur í Skálholti og þar fengu áhangendur kórsins indæla tónleika og fengu einnig að taka lagið með kórnum. Á Laugarvatni var etin steik og meðheyrandi og fylgdi ljúffengur eftirréttur. Komum við hjá Vígðulaug og Líkasteinum og rifjuðum upp endalok Jóns Arasonar biskups og sona hans í huganum.

imageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimage